fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 21:30

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesískur karlmaður, sem ætlaði flugleiðis frá Jakarta til Ternate í Indónesíu, greip til þess ráðs að klæðast fötum  af eiginkonu sinni og nota skilríki hennar. Ástæðan var að hann hafði greinst með COVID-19 og mátti því ekki ferðast.

CNN segir að maðurinn hafi farið um borð í flugvélina á flugvelli í Jakarta og hafi verið klæddur í niqab, sem er klæðnaður sem sumar múslímskar konur klæðast en hann hylur þær frá toppi til táar. Hann notaði skilríki eiginkonunnar og neikvæða niðurstöðu úr PCR-sýnatöku hennar til að komast um borð.

En þegar um borð var komið brá maðurinn sér á salernið og kom út í karlmannsfötum. Þessu tók flugfreyja ein eftir og gerði lögreglunni viðvart. Maðurinn var því handtekinn þegar vélin lenti í Ternate. Hann var strax fluttur í sýnatöku og reyndist vera með COVID-19.

Maðurinn var fluttur í sóttkvíarhús þar sem hann verður látinn dvelja þar til veikindin eru afstaðin. Að því loknu er stefnan að færa hann fyrir dómara en hann verður ákærður fyrir athæfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing