fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Segja að heimsbyggðin verði að herða undirbúning sinn undir ofsahita

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 18:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hærri hiti er hugsanlega að verða algengari hraðar og mun fyrr en spáð hafði verið. Þetta segja loftslagsvísindamenn í ljósi hitabylgna í Norður-Ameríku að undanförnu. Þeir segja að heimsbyggðin verði að herða undirbúning sinn til að geta tekist á við ofsahita.

Nýleg hitabylgja í Norður-Ameríku varð um 500 manns að bana og hvert hitametið á fætur öðru var slegið. Sums staðar voru þau slegin með rúmlega 5 gráðum. Í Kanada fór hitinn hæst í 49,6 gráður og hefur aldrei mælst hærri hiti þar í landi.

The Guardian segir að hópur loftslagsvísindamanna segi að þetta veki miklar áhyggjur af að loftslagsbreytingarnar og áhrif þeirra hafi nú farið yfir hættuleg mörk.

Fyrsta greiningin á þessari hitabylgju var birt nýlega. Í henni kemur fram að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert hitabylgjur sem þessar að minnsta kosti 150 sinnum líklegri til að eiga sér stað.

Hitastig fer hækkandi um allan heim vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og vísindamenn hafa lengi spáð því að hitamet muni falli sífellt oftar.

Höfundar nýju greiningarinnar segja að hitabylgjan hafi verið mun verri en verstu hitabylgjur sem gert hefur verið ráð fyrir í loftslagsreiknilíkönum. Þetta neyðir þá til að endurskoða skilning sinn á hitabylgjum og hugleiða líkurnar á að svipaðar hitabylgjur skelli á öðrum heimshlutum, til dæmis Norður-Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“