fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Tugir handteknir á Kúbu eftir mótmæli gegn kommúnistastjórninni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 06:14

Frá mótmælum í Havana í sumar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir hafa verið handteknir í kjölfar fjölmennustu mótmæla gegn kommúnistastjórninni áratugum saman. Mörg þúsund manns mótmæltu stjórninni, slæmu efnahagsástandi og skorti á lyfjum og matvælum á sunnudaginn. Fólk er einnig óánægt með viðbrögð stjórnarinnar við heimsfaraldrinum.

BBC skýrir frá þessu og segir að mótmælin séu mjög athyglisverð í ljósi þess að þeim sem gagnrýna stjórnvöld sé yfirleitt refsað af mikilli hörku.

Miguel Díaz-Canel, forseti, hvatti stuðningsfólk kommúnistastjórnarinnar til að berjast gegn mótmælendunum.

„Þeir leifa okkur ekki að lifa,“ sagði einn mótmælandi, Alejandro, í samtali við BBC og lagði áherslu á að skortur væri á mat, lyfjum og frelsi á Kúbu.

Mótmælendur kröfðust frelsis og hrópuðu „niður með einræðisstjórnina“ þegar þeir mótmæltu í borgum og bæjum um allt land, þar á meðal í höfuðborginni Havana. „Við erum ekki hrædd. Við viljum breytingar. Við viljum ekki einræðisstjórn lengur,“ hefur BBC eftir ónafngreindum mótmælanda.

Nú hafa öryggissveitir handtekið fjölda mótmælenda og á myndum á samfélagsmiðlum sjást öryggissveitirnar handtaka og berja fólk og úða piparúða á það.

Efnahagsástandið á Kúbu hefur farið versnandi undanfarin tvö ár. Ríkisstjórnin kennir aðallega refsiaðgerðum Bandaríkjanna um og heimsfaraldrinum en gagnrýnendur hennar segja að ástæðan sé að ríkisstjórnin sé pólitískt getulaus og eins flokks kerfi landsins eigi einnig hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau