fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Áhrifa hitabylgjunnar í Norður-Ameríku gætti í Skandinavíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi mældist yfir 33 gráðu hiti allra nyrst í Finnlandi og Noregi. Ástralskur veðurfræðingur segir að þessi mikli hiti tengist þeim mikla hita sem var í norðvesturríkjum Bandaríkjanna og suðvesturríkjum Kanada í lok júní en þá fór hitinn í um og yfir 50 gráður.

Í Utsjoki-Kevo, sem er nyrsta veðurstöðin í Finnland, mældist hitinn 33,6 gráður um síðustu helgi og er það hæsti hiti sem mælst hefur í Lapplandi frá 1914. Það var einnig hlýtt annars staðar í Lapplandi.

Í Noregi fór hitinn í 34 gráður í Saltdal, sem er nærri heimskautsbaugi, og er það hæsti hiti sem mælst hefur í Noregi það sem af er ári.

Þessi hitabylgja í norðanverðri Skandinavíu kom í kjölfar hitabylgjunnar í Norður-Ameríku sem varð mörg hundruð manns að bana og olli miklu álagi á innviði samfélagsins.

Michael Reeder, prófessor í veðurfræði við Monash háskólann í Melbourne í Ástralíu, sagði í samtali við Independent að hitabylgjurnar í Norður-Ameríku og Skandinavíu tengist. Tengslin eru að hans sögn þau að lágþrýstisvæði í Kyrrahafi, nærri Japan, gerði gárur í lofthjúpinn og bárust þær með háloftastraumum í 7 til 12 kílómetra hæð en fyrirbrigði sem þetta er þekkt sem „Rossby bylgja“ meðal veðurfræðinga.

Hann sagði að þetta hafi myndað háþrýstisvæðið yfir Norður-Ameríku með tilheyrandi hitabylgju og að leifarnar hafi síðan náð til Skandinavíu um síðustu helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Í gær

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað

Trump segir að Bill Clinton hafi verið fastagestur á eyju Epsteins – Nýlega afhjúpuð gögn segja annað
Pressan
Fyrir 6 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar