fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Trump sagður hafa hrósað Hitler – „Gerði marga góða hluti“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 05:59

Trump hefur stundum verið líkt við Hitler. Hér í mótmælum í New York 2019. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump heimsótti Evrópu í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá endalokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sagði hann við þáverandi starfsmannastjóra sinn, John Kelly: „Jæja, Hitler gerði marga góða hluti.“

Þessi ummæli komu Kelly, sem er fyrrum liðsmaður Bandaríkjahers, mjög á óvart að því er fram kemur í nýrri bók, sem heitir „FranklyWe Did Win This Election“, eftir Michael Bender, blaðamann hjá Wall Street JournalThe Guardian skýrir frá.

Segir blaðið að Trump hafi sagt þetta eftir að hafa fengið óundirbúna sögukennslu þar sem Kelly minnti hann á hvaða lönd voru í hvaða bandalagi í stríðinu og sagði forsetanum hvað tengdi fyrri heimsstyrjöldina við þá síðari og hvað Hitler hefði gert.

Bender hefur tekið viðtöl við Trump eftir að hann lét af embætti og segir að Trump hafi neitað að hafa sagt þetta um Hitler. Hann segir að ónafngreindir heimildarmenn hafi sagt að Kelly hafi sagt Trump að þetta væri ekki rétt hjá honum en það hafi ekki fengið á Trump sem lagði áherslu á efnahagsbata í Þýskalandi á fjórða áratugnum undir stjórn HitlerBender segir í bókinni að Kelly hafi mótmælt þessu og sagt að Þjóðverjar hefðu verið betur settir fátækir en sem hluti af því þjóðarmorði sem nasistar stóðu fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?