fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Rúmlega 4 milljónir hafa látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. júlí 2021 06:59

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fjórar milljónir manna hafa nú látist af völdum COVID-19 samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þrjú lönd standa á bak við rúmlega þriðjung allra þessara dauðsfalla en það eru Bandaríkin með 606.000, og síðan koma Brasilía og Indland.

Smitum og dauðsföllum fer nú fækkandi í Evrópu og Bandaríkjunum en búið er að bólusetja ansi marga íbúa. En í þróunarlöndunum fer smitum nú fjölgandi enda ekki búið að bólusetja stóran hluta íbúa þeirra.

Deltaafbrigðið á einnig sinn þátt í að smitum fer fjölgandi en afbrigðið er meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

Í síðustu viku létust að meðaltali 7.900 daglega af völdum COVID-19 um heim allan. Í janúar létust um 14.700 að meðaltali á dag en fyrir ári síðan létust um 5.000 á dag.

Sérfræðingar telja líklegt að dánartalan sé mun hærri því ekki sé hægt að stóla á skráningu yfirvalda í mörgum löndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa