fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

SÞ vara við mikilli afturför í mannréttindamálum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. júní 2021 21:30

Malasíubúar mótmæla slæmri meðferð Kínverja á Úígúrum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Bachelet, mannréttindastjóri SÞ, segir að grípa þurfi til aðgerða vegna verstu skerðinga á mannréttindum sem hún hefur séð og nefndi í því sambandi stöðu mála í Kína, Rússlandi og Eþíópíu.

Mannréttindaráð SÞ heldur nú árlegt þing sitt en það stendur yfir til 13. júlí og fer fram á netinu. Á því verður fjallað um skýrslu Bachelet um kerfisbundinn rasisma og ályktanir um stöðu mála í Mjanmar, Hvíta-Rússlandi og Tigray héraðinu í Eþíópíu verða ræddar.

Í opnunarræðu sinni sagði Bachelet að hún hafi miklar áhyggjur af fréttum af „alvarlegum brotum“ í Tigray en þar geisa átök og um 350.000 manns eru í hættu á að verða hungursneyð að bráð.

Hún fór einnig yfir stöðuna í Mósambík þar sem aðgengi að matvælum verður sífellt ótryggara en tæplega 800.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka en öfgasinnaðir múslimar láta mikið að sér kveða þar.

Hún nefndi einnig áhrif öryggislaga sem voru sett í Hong Kong til að bæla niður mótmæli lýðræðissinna. Lögin styrkja enn frekar tök stjórnvalda í Peking á Hong Kong sem í orði kveðnu nýtur ákveðins sjálfstæðis en minna er um það í raun. Hún ræddi einnig fregnir af mannréttindabrotum gegn Úígúrum í Xinjinag í Kína. Hún hafði verið undir miklum þrýstingi um að ræða um aðgerðir kínverskra stjórnvalda gegn Úígúrum en Bandaríkjastjórn hefur sakað þá um þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni. Að minnsta kosti ein milljón Úígúra hefur verið send í það sem mannréttindasamtök segja vera þrælkunarbúðir en Kínverjar segja vera endurmenntunarbúðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri