fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Jared Kushner segir „sannleikann um það sem gerðist bak við luktar dyr“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 06:59

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur illa hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, að finna bókaforlag sem vill gefa endurminningar hans út. Forlögin eru sögð hikandi vegna fyrri samskipta þeirra við Trump og vegna þess hversu erfitt hann á með að segja satt. Þetta hlýtur að valda Trump gremju og ekki síður sú staðreynd að Mike Pence, sem var varaforseti hans, átti ekki í neinum vandræðum með að finna útgefanda að væntanlegri endurminningabók sinni. Það er síðan spurning hvernig það fer í Trump að tengdasonur hans, Jared Kushner,  hefur gert útgáfusamning um bók þar sem hann mun segja „sannleikann um það sem gerðist á bak við luktar dyr“ í forsetatíð Trump.

Um endurminningabók verður að ræða og hafa margir af því áhyggjur að Kushner muni eins og tengdafaðir hans eiga erfitt með að halda sig við sannleikann í skrifum sínum. Kushner hefur verið í miklum metum hjá Trump sem gerði hann að sérstökum sáttasemjara í deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna.  „Ef hann getur þetta ekki, þá er enginn sem getur þetta,“ sagði Trump 2017 þegar hann tilkynnti um þetta verkefni Kushner. Það hlýtur því væntanlega að mati Trump að vera vonlaust verkefni að reyna að koma á varanlegum friði á milli deiluaðilanna fyrst Kushner tókst það ekki.

Kushner hefur gert samning við hina íhaldssömu bókaútgáfu Brookside Books um útgáfu endurminninga hans á næsta ári. „Bókin hans verður endanleg og ítarleg frásögn af stjórninni og sannleikanum um hvað gerðist á bak við luktar dyr,“ segir í tilkynningu frá Brookside Books.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran