fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

„Hryllingur“ – Dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað þjónustustúlku og myrt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 17:13

Gaiyathiri Murugayan færð fyrir dóm. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Singapore dæmdi Gaiyathiri Murugayan nýlega í 30 ára fangelsi fyrir að hafa pyntað og myrt þjónustustúlku sem starfaði hjá henni. Þjónustustúlkan, Piang Ngaih Don, var frá Mjanmar. Murugayan pyntaði hana, barði og svelti í rúmlega ár.

Murugayan játaði sök í málinu í febrúar. Don var 24 ára þegar hún lést 2016 eftir 14 mánaða harðræði.

See Kee Oon, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að Murugayan, sem er fertug, glími við andleg veikindi en hafi vitað hvað hún var að gera. Hún hafi pyntað og myrt Don af yfirlögðu ráði.

The Guardian segir að verjandi Murugayan hafi sagt að ættingjar Murugayan hafi beðið hann um að sækja um áfrýjunarleyfi í því skyni að fá refsinguna mildaða niður í 15 til 16 ára fangelsi til að Murugayan geti umgengist börn sín þegar hún losnar úr fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt