fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Ráðgátan um stúlkuna með fuglshöfuðin í munninum veldur sérfræðingum heilabrotum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 06:00

Beinagrind stúlkunnar. Mynd:Archives of Faculty of Archaeology, Warsaw University

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir margt löngu lést lítil stúlka í pólskum skógi. Líki hennar var komið fyrir í Tunel Wielki hellinum og eitt eða fleiri höfuð af spörfuglum voru sett í munn hennar. Þarna lá lík hennar óhreyft þar til fornleifafræðingar fundu líkamsleifarnar þegar þeir voru við uppgröft í hellinum 1967-1968.

Það var þó ekki fyrr en nýlega sem gröfin og leifar stúlkunnar voru rannsakaðar með kolefnisgreiningu og DNA-rannsókn að sögn LiveScience.

Niðurstaðan er að stúlkan var uppi fyrir 300 árum og það kom vísindamönnum mjög á óvart því mjög óvenjulegt var að fólk væri jarðsett í hellum eftir miðaldir. Að auki er ekki vitað um neitt annað tilfelli þar sem höfuð spörfugla voru sett í munn þess látna.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Praehistorische Zeitschrift.

Fram kemur að stúlkan hafi verið 10 til 12 ára þegar hún lést. Hún var mjög lítil eftir aldri og þjáðist líklega af efnaskiptasjúkdómi. Engin ummerki á beinagrind hennar veita vísbendingu um hvað varð henni að bana og ekkert var sett við hlið hennar í gröfina annað en fuglshöfuðin í munninn.

DNA-rannsókn bendir til að stúlkan hafi verið ættuð frá Karelia sem er svæði á milli Finnlands og Pólland. Í Karelia var talið að fólk sem lést í skógi ætti að jarðsetja í skógi. Vísindamennirnir segja að sögulega séð þá byggi þessi trú á þeim skilningi fólks að skógurinn væri kirkjugarður.

En þetta leysir ekki ráðgátuna um af hverju stúlkan var grafin með fuglshöfuð í munninum. „Í mörgum samfélögum taka sálir barna oft á sig líki lítilla fugla. En á þessum tíma voru fuglar aldrei settir í grafir og alls ekki í munn hins látna. Ráðgátan um hina einstæðu barnsgröf í Tunel Wielki hellinum er því óleysanleg,“ skrifa vísindamennirnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn