fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. júní 2021 05:59

Kristy og Kenneth. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. júlí 2017 stigu Kenneth Manzanares og eiginkona hans, Kristy, um borð í skemmtiferðaskipið Emerald Princess ásamt þremur dætrum sínum og fleiri ættingjum. Ætlunin var að halda upp á 18 ára brúðkaupsafmæli þeirra með siglingunni.

Daginn eftir byrjuðu hjónin að deila og lét Kristy eiginmann sinn vita að hún væri ósátt við framkomu hans og tilkynnti honum jafnframt að hún ætlaði að fara fram á skilnað. Hún sagðist einnig vilja að hann færi frá borði þegar skipið kæmi til hafnar í Juneau í Alaska og þaðan gæti hann farið einn heim til Utah.

Þegar hér var komið við sögu sagði Kenneth tveimur dætrum þeirra að yfirgefa káetuna og fóru þær inn í næstu káetu þar sem ættingjar þeirra voru. Nokkrum mínútum síðar heyrðu þær móður sína öskra á hjálp. Þær reyndu að koma henni til hjálpar en faðir þeirra öskraði á þær: „Þið megið ekki koma inn.“

Þær sáu föður sinn sitja ofan á móður þeirra úti á svölum og lemja hana hana hvað eftir annað í höfuðið. Því næst reyndi hann að henda henni fram af svölunum. Tveir af bræðrum Kristy voru þá komnir inn í káetuna. Annar þeirra náði að grípa í ökkla hennar og koma í veg fyrir að hún lenti í sjónum.

Á meðan á þessu hrottalega morði stóð voru aðrir farþegar viðstaddir skemmtun sem gekk út á að leysa morðgátu. Þegar tilkynnt var í hátalarakerfi skipsins að alvarlegur atburður hefði átt sér stað héldu farþegarnir að það væri hluti af morðgátunni. Það var ekki fyrr en ein dætra hjónanna kom hlaupandi og kallaði á hjálp sem farþegarnir áttuðu sig á að þetta væri ekki hluti af atriðinu.

Kenneth játaði sök í málinu í febrúar á þessu ári og nú er búið að kveða upp dóm yfir honum. Hann var dæmdur í 30 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks