fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Brúðurin lést rétt fyrir brúðkaupið – Systir hennar hljóp í skarðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 06:15

Mynd úr safni DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega ætlaði par eitt að ganga í það heilaga á Indlandi. Á sjálfan brúðkaupsdaginn lést brúðurin af völdum hjartaáfalls. Læknir reyndi að bjarga lífi hennar en það tókst ekki. Samkvæmt frétt News 18 þá var fjölskylda brúðarinnar, sem hét Surbhi, þeirrar skoðunar að ekki ætti að aflýsa brúðkaupinu þar sem búið var að stefna fjölskyldum parsins til athafnarinnar og veislunnar.

Því var stungið upp á því að yngri systir Surbhi myndi koma í hennar stað og ganga að eiga brúðgumann. Þetta hljómar eins og hugmynd og atburðarás úr lélegri kvikmynd en þetta er fúlasta alvara.

„Við vissum ekki hvað við áttum að gera. Báðar fjölskyldurnar sátu saman og einhver stakk upp á yngri systir mín, Nisha, skyldi giftast brúðgumanum,“ hefur Times of India eftir bróður hinnar látnu.

„Þetta var undarleg staða því brúðkaup yngri systur minnar fór fram á meðan lík annarrar systur minnar lá í öðru herbergi,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið