fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 07:02

Víða var ekkert eldsneyti að hafa þegar þrjótarnir lömuðu dreifingu Colonial Pipelina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískum yfirvöldum tókst nýlega að ná aftur 63,7 Bitcoin sem höfðu verið greidd til rússnesku tölvuþrjótanna í DarkSide af olíudreifingarfyrirtækinu Colonial Pipeline. Þrjótarnir brutust inn í tölvukerfi fyrirtækisins nýlega og lömuðu olíudreifingu víða um Bandaríkin og greiddi fyrirtækið þeim lausnargjald.

Sky News segir að fyrirtækið hafi greitt þrjótunum 4,4 milljónir dollara í lausnargjald en nú hefur tekist að ná um 2,3 milljónum dollara aftur.

Haft er eftir Lisa Monaco, saksóknara, að DarkSide og samstarfsaðilar þeirra hafi lengi verið að eltast við bandarísk fyrirtæki og hafi ráðist á fyrirtæki sem eru samfélagslega mikilvæg. Nú hafi leiknum verið snúið við því bandarísk yfirvöld hafi nú gert atlögu að öllu því kerfi sem styður við tölvuárásir og „gíslatökur“ á tölvukerfum, þar á meðal að glæpamenn fái greitt í rafmynt. Hún sagði að áfram verði öllum tiltækum ráðum beitt til að reyna að koma illa niður á tölvuþrjótum.

Hún sagði að um fyrstu aðgerð nýs teymis væri að ræða en það var stofnað til að takast á við mál af þessu tagi. Teyminu tókst að komast yfir aðgangskóða að Bitcoinreikningi þrjótanna og færa Bitcoin af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 3 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur