fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Pressan

Var of grimmur fyrir Íslamska ríkið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. júní 2021 08:09

Abubakar Shekau. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abubakar Shekau, leiðtogi íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu, er sagður hafa sprengt sig í loft upp um helgina þegar liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið voru við það að hafa hendur í hári hans.

Shekau er sagður hafa þótt of grimmur og mikill hrotti til að vera gjaldgengur í Íslamska ríkið sem kallar þó ekki allt ömmu sína þegar kemur að ofbeldi og manndrápum.

Nígerísk yfirvöld hafa ekki enn staðfest fréttir af láti hans en þær koma fram á hljóðupptöku sem var dreift um helgina.

Shekau hefur þó margoft áður verið lýstur látinn en birtist alltaf aftur svo það er rétt að hafa smá fyrirvara á andlátsfrétt hans að þessu sinni. Hann varð leiðtogi Boko Haram 2009 og breytti samtökunum úr lítilli neðanjarðarhreyfingu í hryllileg hryðjuverkasamtök sem hafa herjað á Nígeríu undanfarin ár. „Ég hef gaman af að drepa, eins og ég hef gaman af að slátra kjúklingum og sauðfé,“ sagði hann á myndbandsupptöku frá 2012.

Á valdatíð hans í Boko Haram hafa rúmlega 30.000 manns verið drepnir og rúmlega tvær milljónir hraktar frá heimilum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Svipaður fjöldi smita
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndin sem lagði samfélagsmiðla á hliðina og gagnrýni rigndi inn – En ekki er allt sem sýnist

Myndin sem lagði samfélagsmiðla á hliðina og gagnrýni rigndi inn – En ekki er allt sem sýnist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðgun og morð á 13 ára stúlku skekur Austurríki – Fjórir hælisleitendur grunaðir

Nauðgun og morð á 13 ára stúlku skekur Austurríki – Fjórir hælisleitendur grunaðir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pöndur eru ekki lengur í útrýmingarhættu

Pöndur eru ekki lengur í útrýmingarhættu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Framtíðarörkin verður í geimnum – Geta geymt sæði í 200 ár

Framtíðarörkin verður í geimnum – Geta geymt sæði í 200 ár