fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Danir gefa Slésvík-Holtsetalandi bóluefni frá AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 20:00

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að gefa Slésvík-Holtsetalandi í Þýskalandi 59.300 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Danir nota bóluefnið frá AstraZeneca ekki vegna hættunnar á lífshættulegum aukaverkunum og eiga því nokkur hundruð þúsund skammta af því í geymslu.

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, sagði í gær að það sé mjög jákvætt að Danir geti hjálpað nágrönnunum í Slésvík-Holtsetalandi á þennan hátt en Slésvík-Holtestaland liggur að dönsku landamærunum á Jótlandi og er samvinna og samgangur á milli landanna mikill.

„Þau bóluefni sem við eigum á lager í Danmörku á að sjálfsögðu að nota áður en þau verða of gömul. Slésvík-Holtsetaland er á þeim stað í faraldrinum að talið er að bóluefnið frá AstraZeneca muni gagnast vel,“ segir í fréttatilkynningu fra utanríkisráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali