fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Gerðu skelfilega uppgötvun í hryllingshúsinu – Nú streymir fólk þangað í leit að svörum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 06:59

Hugo Ernesto Osorio eftir handtökuna. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sjö árum sendi Jessenia Elizabeth Francias 16 ára son sinn, Luis Fernando, til að kaupa hádegismat handa þeim. Hann skilaði sér aldrei heim og í þessi sjö ár hefur Jessenia leitað án afláts að honum. Nýlega lagði hún leið sína að „hryllingshúsinu“ í bænum Chalchuapa í El Salvador í von um að fá svör við hvað varð um Luis.

The Guardian skýrir frá þessu. Í byrjun mánaðarins bárust fregnir af „hryllingshúsinu“ sem er grænt og stendur við götu sem heitir Estévez og er í Chalchuapa. Eins og svo margir aðrir, sem eiga ættingja sem eru týndir, vonast Jessenia til til þess að nú geti hún fengið svör við hvað varð um son hennar. „Ég vonast til að bein hans finnist að minnsta kosti svo ég geti jarðsett hann og öðlast frið,“ hefur The Guardian eftir henni.

Ástæðan fyrir ferð Elizabeth að græna húsinu er að lögreglan fann lík þar, mörg lík. Það gerðist eftir að nágrannar hringdu í lögregluna aðfaranótt 7. maí og tilkynntu að hávær kvenmannsöskur bærust frá húsinu. Þegar lögreglan kom á vettvang fann hún unga konu og móður hennar í húsinu. Þær lágu í blóðpolli og voru látnar. Talið er að húseigandinn, Hugo Ernesto Osorio Chávez, hafi myrt þær með því að lemja þær með járnröri. Hann er 51 árs, fyrrum lögreglumaður. Þegar lögreglumenn leiddu hann út úr húsinu hnutu þeir nánast um tvö hálfgrafin lík við sólpall hússins. Lögreglan telur að Osorio sé raðmorðingi og að hann hafi grafið fjölmörg fórnarlamba sinni á lóðinni við húsið.

Ekki liggur fyrir með fullri vissu hversu mörg lík eru grafin á lóðinni en talið er að þau séu ekki færri en 15 og hugsanlega allt að 40.

The Guardian segir að talið sé að flest líkin séu af ungum konum sem Osorio hafi lokkað með heim undir því yfirskini að hann gæti fundið vinnu fyrir þær í Mexíkó. Að minnsta kosti þrjú börn eru á meðal fórnarlambanna, tveggja, sjö og níu ára.

Auk Osorio hafa níu til viðbótar verið handteknir vegna málsins. Þeir eru grunaðir um að hafa stundað smygl á fólki. Lögreglan telur líklegt að Osorio hafi einnig grafið fórnarlömb annarra morðingja í garðinum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“