fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran getur skaðað getnaðarlim karla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. maí 2021 07:30

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir vísindamenn hafa fundið ummerki um kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í getnaðarlimum tveggja karla. Þeir óttast að risvandamál geti verið meðal eftirkasta sjúkdómsins.

Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að kórónuveiran getur valdið tjóni á æðum og vef í líkamanum. Rannsókn Bandaríkjamannanna sýnir að vefur í getnaðarlimi karla getur einnig skaddast af völdum veirunnar.

Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í World Journal of Men‘s Health. Í henni kemur fram að karlar geti glímt við risvandamál ef vefurinn í getnaðarlimi þeirra sýkist af veirunni.

„Í rannsókn okkar sáum við að menn, sem höfðu ekki áður glímt við risvandamál, hafa fengið mjög alvarleg risvandamál eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni,“ hefur Sky News eftir Ranjith Ramasamy, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Rannsóknin var framkvæmd á þvagfæradeild háskólans í Miami. Fjórir karlar, sem allir glímdu við risvandamál, tóku þátt í henni. Tveir þeirra höfðu smitast af kórónuveirunni en hinir ekki. Þeir voru allir á aldrinum 65 til 71 árs. Þeir tveir, sem höfðu smitast af kórónuveirunni, höfðu aldrei áður glímt við risvandamál. Í vef í getnaðarlimum þeirra fundu vísindamenn leifar af kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju