fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Pressan

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. maí 2021 21:00

Antony Blinken. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er staðreynd að Kínverjar hafa á undanförnum árum hegðað sér á mun grimmdarlegri hátt en áður og sífellt öflugra Kína er áskorun fyrir núverandi heimsskipulag því Kína „beitir meiri kúgunum“ og er „árásargjarnara“. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í fréttaþættinum 60 mínútum.

„Það sem við höfum séð á síðustu árum er að Kína beitir meiri kúgunum heima við og er árásargjarnara utanlands. Þetta er staðreynd,“ sagði Blinken.

Í síðustu viku ávarpaði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, Bandaríkjaþing í fyrsta sinn síðan hann tók við embætti og lagði þá áherslu á að hann sækist ekki eftir átökum við Kína. Hann sagðist hafa sagt Xi Jinping, forseta Kína, að Bandaríkin „fagni samkeppni og sækist ekki eftir átökum“.

Blinken sagði að Kína væri það ríki heims sem hefði „hernaðarlega, efnahagslega og diplómatíska getu til að grafa undan heimsskipulaginu“. Hann sagði að Bandaríkin vilji verja þetta heimsskipulag. „En ég vil segja það alveg skýrt. Markmið okkar er ekki að einangra Kína eða halda aftur af Kína. Markmið okkar er að viðhalda heimsskipulaginu sem Kína ógnar.“

Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur farið vaxandi á undanförnum árum en Bandaríkin hafa gagnrýnt hernaðaruppbyggingu Kínverja og brot þeirra á mannréttindum. Þar á meðal meðferð þeirra á Úígúrum í Xinjiang héraði en kommúnistastjórnin sendir þá í það sem hún segir vera „endurmenntunarbúðir“ en á Vesturlöndum halda margir því fram að þessar búðir séu ekki annað en fangabúðir. Bandaríkjastjórn segir að líkja megi þessu við þjóðarmorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“

Konur eru hamingjusamari án karla og barna – „Ef þú ert kona, slepptu því að giftast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi

Skelfileg sjón blasti við lögreglu í yfirgefnu húsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið