fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Tölvuleikjaspilari fannst látinn með fjarstýringuna í höndunum – Nú liggur dánarorsökin fyrir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 15:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Októberkvöld eitt á síðasta ári sátu tveir vinir og spiluðu tölvuleiki í Xbox heima hjá sér í Loughor í Wales. Þeir spiluðu klukkustundum saman en um miðnætti ákvað annar þeirra að fara upp í herbergið sitt að sofa. Eftir sat Simon Lee Shanks, 43 ára, og hélt áfram að spila. Þegar vinur hans vaknaði næsta morgun og kom niður í stofuna fann hann Shanks sitjandi í sófanum með Xbox-fjarstýringuna í höndunum. Hann var látinn. Hann var úrskurðaður látinn og síðan hófst rannsókn lögreglunnar á andlátinu.

Wales Online skýrir frá þessu en nú liggur niðurstaða krufningar loksins fyrir að sögn miðilsins. Fram kemur að lögreglan hafi ekki fundið neitt grunsamlegt í húsinu og engin ummerki voru um innbrot eða átök. Áfengi var fljótlega útilokað því Shanks hafði ekki drukkið áfengi í sjö ár eftir að hafa verið mikill drykkjumaður áður. Það var því í raun ekkert grunsamlegt á vettvangi sem gat skýrt andlát hans sem var samt sem áður grunsamlegt.

Krufning leiddi í ljós að hjarta hans hafði átt erfitt með að dæla blóði og að það hafi ekki verið að náttúrulegum orsökum sem hjartað átti í þessu vandræðum. Í blóði Shanks fundust leifar af lyfseðilsskyldum lyfjum, metadoni, kókaíni og morfíni og það í miklu magni. Einnig fundust leifar af kannabis.

Vinur Shanks sagðist ekki hafa neytt fíkniefna kvöldið örlagaríka og hafi ekki tekið eftir að Shanks hafi gert það. En niðurstaða dánardómsstjóra er að hann hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna