fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

9.000 kórónuveirusýni tekin með notuðum sýnatökupinnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 06:40

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar flugfarþegar koma á flugvöllinn í Medan í Indónesíu fá þeir afhentan kassa með nauðsynlegum búnaði til að taka kórónuveirusýni úr nefi eða hálsi. Allir farþegar verða að gera þetta og bíða eftir niðurstöðum sýnatökunnar en um svokölluð hraðpróf er að ræða sem sýna niðurstöðuna eftir 15 mínútur. Lögreglan telur að um 9.000 farþegar hafi fengið notaða sýnatökupinna á flugvellinum. Ekki var um mistök að ræða því fimm starfsmenn lyfjafyrirtækis eru grunaðir um að hafa gert þetta á skipulagðan hátt til að hagnast sjálfir. Þeir eru taldir hafa hagnast um sem svarar til um 15 milljóna íslenskra króna á þessu.

Samkvæmt frétt The Guardian þá eru fimm starfsmenn hjá lyfjafyrirtækinu Kimia Farma grunaðir um að hafa þvegið notaða pinna og selt þá síðan. Fimmmenningarnir hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Fyrirtækið sjálft á málshöfðun yfir höfði sér frá flugfarþegum sem munu væntanlega krefjast bóta og að auki á fyrirtækið aðild að sakamálarannsókninni sem stendur yfir.

Meðal farþeganna eru tveir lögfræðingar sem fara reglulega um flugvöllinn. South China Morning Post hefur eftir þeim að þeir séu nú að undirbúa skaðabótamál á hendur Kimia Farma og eigi í viðræðum við aðra farþega sem hafi hug á að stefna fyrirtækinu. Hyggjast lögfræðingarnir krefjast sem svarar til 7,6 milljóna íslenskra króna í bóta fyrir hvern farþega sem var látinn hafa notaða sýnatökupinna.

Þetta mál er aðeins eitt af mörgum í tengslum við tilraunir glæpamanna til að nýta sér heimsfaraldurinn til að hagnast. Að undanförnu hefur verið skýrt frá mörgum slíkum málum. Til dæmis varaði lyfjaframleiðandinn Pfizer við því nýlega að fölsk bóluefni gegn kórónuveirunni væru seld í Póllandi. Í lyfjaglösum merktum fyrirtækinu var ekki bóluefni heldur hrukkumeðal. Pólska lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Sömu sögu er að segja frá Mexíkó þar sem yfirvöld hafa varað almenning við sölu á fölsuðum bóluefnum gegn kórónuveirunni. Þau innihéldu saltvatn.

Í Kína hefur sala á fölsuðum bóluefnum lengi verið stórt vandamál. Í febrúar voru 80 handteknir vegna slíkra mála þar í landi. Í einu höfðu glæpamennirnir framleitt 58.000 skammta af fölsuðum bóluefnum. Umbúðirnar litu nákvæmlega eins út og umbúðirnar utan um viðurkennd bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“