fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ný útlendingalög gjörbreyta nálgun Svía á málefnum flóttamanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 07:30

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar hafa árum saman dregið upp þá mynd af sér sem þjóð að þar sé um hjartahlýja og vinsamlega þjóð að ræða sem taki á móti mörgum flóttamönnum. En nú verður breyting á þessari mynd Svía af sjálfum sér því ný og hörð útlendingalöggjöf er í meðferð hjá þinginu. Ef hún verður að lögum verður erfiðara fyrir flóttamenn og innflytjendur að fá dvalarleyfi í Svíþjóð en löggjöfin er í takt við löggjöf margra annarra Evrópuríkja.

Á sama tíma og margar Evrópuþjóðir reyndu að halda flóttamönnum og innflytjendum frá sér með strangri löggjöf tóku Svíar að sér hlutverk stórveldis í mannúðarmálum og tóku á móti flóttamönnum með opnum örmum. Þeir hertu að vísu útlendingalögin aðeins 2016 í kjölfar hins gríðarlega flóttamannastraums til Evrópu. Þau rök voru færð fyrir þessu að nauðsynlegt væri að herða löggjöfina þar sem önnur Evrópuríki hefðu ekki staðið undir ábyrgð sinni og tekið á móti þeim fjölda flóttamanna sem þau ættu eiginlega að taka á móti.

Samkvæmt nýju frumvarpi minnihlutastjórnar jafnaðarmanna undir forystu Stefan Löfven verða útlendingalögin nú hert til muna. Munu Svíar þar með verða á sömu línu og önnur Evrópuríki hvað varðar málefni flóttamanna og innflytjenda. Ekki er reiknað með öðru en að þingið samþykki frumvarpið sem verður væntanlega tekið til meðferðar í maí.

Samkvæmt því verður nú gerð krafa um að flóttamenn og innflytjendur læri sænsku og að þeir geti sannað að þeir geti framfleytt sér og búi yfir ákveðinni lágmarksþekkingu á sænsku samfélagi ef þeir vilja fá dvalarleyfi. Ein stærsta breytingin er að nú verða dvalarleyfi gefin út tímabundið en nú eru þau varanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf