fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Derek Chauvin er í einangrun 23 klukkustundir á sólarhring

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 07:50

Derek Chauvin. Mynd: EPA-EFE/RAMSEY COUNTY SHERIFF / HANDOUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var nýlega fundinn sekur um að hafa orðið George Floyd að bana, er hafður í einangrun í 23 klukkustundir á sólarhring í fangelsinu sem hann er nú vistaður í. Það er gert til að tryggja öryggi hans fyrir öðrum föngum.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að Chauvin sé vistaður í eina háöryggisfangelsi Minnesota. Chauvin gekk laus gegn tryggingu á meðan ákæran á hendur honum var til meðferðar fyrir dómi en hann var handtekinn strax eftir að kviðdómurinn kynnti niðurstöðu sína á þriðjudaginn.

Sarah Fitzgerald, talskona fangelsismálayfirvalda, sagði í samtali við New York Times að Chauvin sé hafður í einangrun vegna öryggis hans.

Refsing Chauvin verður tilkynnt eftir tæplega átta vikur en fram að þeim tíma verður hann aleinn í klefa sínum 23 klukkustundir á sólarhring. Hann fær að stunda líkamsrækt í eina klukkustund á dag en á meðan hann æfir gæta fangaverðir hans sérstaklega og aðrir fangar eru ekki nærri.

Chauvin á allt að 40 ára fangelsi yfir höfði sér en það er hámarksrefsing í Minnesota. Meðallengd dóma fyrir manndráp í ríkinu eru upp á tólf og hálfs árs fangelsi en saksóknari krafðist mun þyngri dóms en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol