fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Bretum verður meinuð þátttaka í ýmsum mikilvægum evrópskum rannsóknarverkefnum – Ísland fær áfram að vera með

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. apríl 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur á stefnuskrá sinni að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi hvað varðar rannsóknir á geimnum, þróun ofurtölva og gervigreindar. Nú stefnir í að háskólar og vísindamenn frá löndum eins og Bretlandi, Ísrael og Sviss verði útilokaðir frá þátttöku í rannsóknum og verkefnum sem ESB styrkir fjárhagslega. Ísland fær áfram að að vera aðili að þessum rannsóknum samkvæmt tillögu Framkvæmdastjórnar ESB.

Í tillögu Framkvæmdastjórnarinnar að Horizon 2021-27 rannsóknaráætluninni leggur Framkvæmdastjórnin til að lokað verði fyrir þátttöku margra núverandi samstarfsaðila. Þetta á til dæmis við um þróun ofurtölva en þær eru taldar verða mjög mikilvægar í framtíðinni og muni gegna lykilhlutverki í öryggis- og vopnamálum framtíðarinnar. Leggur Framkvæmdastjórnin til að til að hægt verði að ná markmiðum og vernda hagsmuni ESB fái aðeins Ísland, Noregur og Liechtenstein aðild að áætluninni auk ESB-ríkjanna.

Tillagan hefur vakið athygli í Bretlandi sem hefur fengið að vera með í Horizonáætlunni eftir Brexit en nú verður væntanlega breyting þar á.

Tillaga Framkvæmdastjórnarinnar kemur í kjölfar gagnrýni um að sambandið sé of bláeygt í samskiptum sínum við aðra leikendur á alþjóðasviðinu, til dæmis Kína og Rússland. Af þessum sökum vill Framkvæmdastjórnin styrkja „sjálfstæði“ sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Í gær

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum