fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Læstu sendiherrann úti – „Þetta er einhvers konar valdarán“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 04:40

Kyaw Zwar Minn ræðir við lögreglumann við sendiráðið í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyaq Zwar Minn, sendiherra Mjanmar í Bretlandi, kom í gær að læstum dyrum á sendiráði landsins í Mayfairhverfinu í Lundúnum og var ekki hleypt inn. Hann segir að um einhverskonar valdarán sé að ræða en hann hefur verið ófeiminn við að taka afstöðu gegn herforingjastjórninni sem rændi völdum í Mjanmar þann 1. febrúar.

Heimildir herma að það hafi verið varasendiherra Mjanmar sem læsti sendiherrann úti og tók yfir stjórn á sendiráðinu fyrir hönd hersins.

Herinn hefur gengið fram af mikilli hörku gagnvart mótmælendum og myrt tugi óbreyttra borgara sem hafa mótmælt valdaráninu. Að auki hafa mörg þúsund manns verið handteknir. Kyaq Zwar Minn hefur opinberla gagnrýnt valdaræningjana og hvatt til þess að Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðislega kjörinna stjórnvalda, verði látin laus.

„Það er búið að læsa mig út. Þetta er einhvers konar valdarán í miðjum Lundúnum. Þið sjáið að þeir hafa hertkið húsið mitt,“ sagði sendiherrann í gær og bætti við að hann sé í sambandi við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum