fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Trump greip míkrafóninn í brúðkaupi – „Saknið þið mín?“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 29. mars 2021 15:00

Donald Trump mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau John og Megan Arrigo giftu sig á einkaklúbbnum Mar-a-Lago í Flórída-fylki á dögunum. John er dyggur stuðningsmaður Donald Trump, eiganda Mar-a-Lago-klúbbsins og bauð hann fyrrum forsetanum auðvitað í brúðkaupið. Það var þó ekki nóg fyrir Trump að vera venjulegur gestur heldur ákvað hann að grípa tækifærið og halda ræðu.

Í ræðunni talaði hann ekki um hjónin eða samband þeirra eins og venjan er í brúðkaupum heldur ákvað hann að ræða aðeins um slæmt ástand Bandaríkjanna eftir að Joe Biden tók við sem forseti landsins.

Hann rantaði aðeins um Kína og Íran og segir að allt hafi verið betra innan landsins á meðan hann var forseti. Hann talaði einnig um hræðilegt ástand á landamærum Bandaríkjanna og að það væri hræðilegt að börn væru geymd í búrum þar. Hann talaði um landamærin eins og ástandið þar hafi gjörbreyst til hins verra eftir að Biden tók við en minntist ekkert á það að börn voru einnig geymd í búrum við landamæri landsins í forsetatíð sinni.

Í lok myndbandsins má heyra Trump segja „Do you miss me yet?“ sem yrði þýtt sem „Saknið þið mín?“ og þá hóf salurinn að fagna og klappa með fyrrum forsetanum. Eftir það fer hann að ýja að kosningasvindli hjá Biden og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart.

Hann eyddi þó ekki öllum sínum tíma í að tala um sjálfan sig en rétt áður en myndbandið klárast þá óskar hann hjónunum til hamingju með daginn. Sjá má ræðuna hans Trump í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“