fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:45

Það var snjór í Austin í Texas í síðustu viku. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, tilkynnti í gærkvöldi að orkufyrirtæki í ríkinu eigi að bíða með að rukka viðskiptavini sína um rafmagn fyrir þá daga sem mikið vetrarveður herjaði á ríkið í síðustu viku. Að auki mega fyrirtækin ekki loka fyrir rafmagn hjá þeim viðskiptavinum sem ekki hafa greitt rafmagnsreikninga sína.

„Texasbúar, sem þjáðust í marga daga í miklum kulda og rafmagnsleysi, eiga ekki að þurfa að fá himinháa rafmagnsreikninga,“ sagði hann í gærkvöldi. Hann kallaði þing ríkisins til neyðarfundar í gær í kjölfar frétta um að sumir neytendur hefðu fengið reikninga upp á rúmlega 10.000 dollara, það svarar til tæplega 1,3 milljóna íslenskra króna, í kjölfar þess mikla álags sem myndaðist á raforkukerfi ríkisins í vetrarveðrinu.

Ástæðan fyrir háu verið er að sumir eru ekki með fast rafmagnsverð heldur greiða þeir heildsöluverð en það rauk upp úr öllu valdi vegna mikillar rafmagnsnotkunar í kuldakastinu og lítillar framleiðslu.

Abbot sagði að yfirvöld í ríkinu verði nú að finna leið til að vernda viðskiptavini orkufyrirtækjanna. „Núna er þetta forgangsverkefni þings Texas,“ sagði hann. Nú er þess því beðið að yfirvöld finni leið út úr þessu og því geta neytendur andað rólega, að minnsta kosti í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál