fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 07:45

Það var snjór í Austin í Texas í síðustu viku. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas, tilkynnti í gærkvöldi að orkufyrirtæki í ríkinu eigi að bíða með að rukka viðskiptavini sína um rafmagn fyrir þá daga sem mikið vetrarveður herjaði á ríkið í síðustu viku. Að auki mega fyrirtækin ekki loka fyrir rafmagn hjá þeim viðskiptavinum sem ekki hafa greitt rafmagnsreikninga sína.

„Texasbúar, sem þjáðust í marga daga í miklum kulda og rafmagnsleysi, eiga ekki að þurfa að fá himinháa rafmagnsreikninga,“ sagði hann í gærkvöldi. Hann kallaði þing ríkisins til neyðarfundar í gær í kjölfar frétta um að sumir neytendur hefðu fengið reikninga upp á rúmlega 10.000 dollara, það svarar til tæplega 1,3 milljóna íslenskra króna, í kjölfar þess mikla álags sem myndaðist á raforkukerfi ríkisins í vetrarveðrinu.

Ástæðan fyrir háu verið er að sumir eru ekki með fast rafmagnsverð heldur greiða þeir heildsöluverð en það rauk upp úr öllu valdi vegna mikillar rafmagnsnotkunar í kuldakastinu og lítillar framleiðslu.

Abbot sagði að yfirvöld í ríkinu verði nú að finna leið til að vernda viðskiptavini orkufyrirtækjanna. „Núna er þetta forgangsverkefni þings Texas,“ sagði hann. Nú er þess því beðið að yfirvöld finni leið út úr þessu og því geta neytendur andað rólega, að minnsta kosti í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol