fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull árás átti sér stað á almennt friðsælli götu í úthverfi Canberra, höfuðborg Ástralíu, í gær. Einn lést og þrír slösuðust alvarlega. Daily Mail Australia greinir frá þessu.

Lögregla lokaði mörgum kimum götunnar vegna rannsóknar. Henni hafði höfðu borist tilkynningar um eitthvað grunsamlegt á laugardagsmorgun. Lögregluþjónar mættu um níuleytið á vettvang og fundu alvarlega slasaðan karlmann. Stuttu seinna réðst annar karlmaður að þeim, sem varð til þess að þeir beittu rafmagnsbyssu gagnvart honum og handtóku hann.

Síðan fundu lögregluþjónarnir lík karlmanns og alvarlega slasaða konu. Konan og mennirnir tveir voru flutt á spítala og fóru tvö þeirra beint í aðgerð sökum þess hve alvarlega þau voru slösuð.

Fram kemur að lögregla hafi ekki viljað tjá sig mikið um málið til að byrja með. Ekki hefur til að mynda verið greint frá því hvernig vopn hafi verið notuð í árásinni.

Þó hefur rannsóknarlögreglustjóri tjáð sig lítillega um málið. Hann sagði að rannsókn á málinu gæti tekið langan tíma. Hann fullyrti að almenningur væri ekki í hættu, þó ekki væri víst hvað hefði átt sér stað.

„Við erum enn þá að púsla þetta saman,“ sagði hann.

Þá hélt hann því fram að lögregla myndi leita að vísbendingum á vettvangi fram á nótt eða jafnvel fram til morguns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu