fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Pressan

Herinn í Mjanmar er sá ríkasti í heimi – Umsvifamikill í fíkniefnaviðskiptum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 22:30

Min Aung Hlaing er yfirmaður hersins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herinn í Mjanmar tók nýlega völdin í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi sem hefur í margra augum verið táknmynd lýðræðisbaráttunnar í landinu. Það eru ekki bara stjórnmálahagsmunir sem eru að baki valdaráninu því herinn er nánast eins og fyrirtæki, hann teygir sig víða í efnahagslífinu og æðstu menn hans hafa auðgast gífurlega.

Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum er tökum hersins á nær öllu viðskiptalífi í Mjanmar lýst. Þetta er ekki stærsti her í heimi en líklega sá ríkasti. Vegna þess hversu víða angar hersins teygja sig eru mótmælendur á götum úti í YangonMandalay og fleiri borgum og bæjum í Mjanmar ekki bara að berjast gegn hernum heldur einnig uppbyggingu viðskiptalífs landsins.

Hið opinbera nafn hersins er Tatmadaw. Orðið lýsir ekki bara hernum heldur einnig risavöxnu viðskiptaveldi hans sem byggist á fyrirtækjum, iðnaði og öðrum geirum samfélagsins. Segja má að herinn komi við sögu á öllum sviðum samfélagsins.

Árlega fær herinn sem svarar til um 400 milljarða íslenskra króna á fjárlögum frá ríkinu en þess utan aflar hann sér tekna víða í samfélaginu og lýtur enginni stjórn eða eftirliti á þeim sviðum. Enginn þarf að svara fyrir bókhaldið, fjárfestingar, hagnað eða viðskiptaáætlanir. Að minnsta kosti ekki utan við lokuð kerfið hersins.

Að sögn er ómögulegt að setja verðmiða á þetta risastóra „fyrirtæki“ sem skiptist upp í ótal dótturfyrirtæki, hlutafjáreign í fyrirtækjum og fleira. Innan hersins hafa litlar sem stórar einingar heimild til að reka eigin fyrirtæki, allt frá sjoppum til næturklúbba.

Vitað er að herinn er nátengdur framleiðslu og viðskiptum með amfetamín og heróín og hefur verið það allt frá því að hann rændi fyrst völdum 1962.

Fíkniefnaviðskiptin skila gríðarlegum peningum til hersins og hefur verið nefnt að upphæðirnar hlaupi á sem nemur þúsundum milljarða íslenskra króna. Augu heimsins beindust að þessum þætti starfsemi hersins nýlega þegar leiðtogi eins stærsta fíkniefnahrings heims var handtekinn í Amsterdam í Hollandi. Það gerðist nákvæmlega viku fyrir valdaránið. Enn hafa engar opinberar tengingar komið fram á milli handtökunnar og valdaránsins en ljóst er að handtakan raskaði ákveðnu valdajafnvægi.

Fyrrnefnd skýrsla SÞ var gerð af nefnd sem var sett á laggirnar eftir að herinn hrakti fjölda Róingja úr landi 2018. Hún er 111 síður og tekur meðal annars á viðskiptaveldi hersins. Í henni kemur fram að grunnurinn að viðskiptaveldi hersins liggi i tveimur fyrirtækjum, Myanmar Economic Holdings Limited og Myanmar Economic Corporaton. Þau eiga síðan mörg þúsund dótturfyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Japanar loka landinu vegna Omikron

Japanar loka landinu vegna Omikron
Pressan
Í gær

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner