fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

14 handteknir vegna hryðjuverkamáls í Danmörku – Fundu efni til sprengjugerðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 05:26

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír bræður, frá Sýrlandi, eru miðpunktur umfangsmikillar rannsóknar danskra og þýskra yfirvalda á hryðjuverkamáli. Lögreglan fann efni, sem eru notuð til sprengjugerðar, við húsleitir í Holbæk um síðustu helgi en þá var leitað í fjölda húsa þar í bæ. Það voru lögreglan og leyniþjónusta lögreglunnar, PET, sem létu þá til skara skríða.

Danska ríkisútvarpið segir að 13 hafi verið handteknir, vegna málsins, í Danmörku og einn í Þýskalandi. Allt hefur fólkið verið úrskurðað í gæsluvarðhald.

Saksóknarar í Naumburg, sem er nærri Leipzig í Þýskalandi, segja að þrír sýrlenskir bræður, 33, 36 og 40 ára, séu miðpunktur rannsóknarinnar. Einn þeirra var handtekinn í Þýskalandi en hinir tveir í Danmörku. Danska ríkisútvarpið segir að á heimasíðu saksóknaraembættisins komi fram að kemísk efni hafi fundist í húsleitum í Danmörku.

PET sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kemur að leyniþjónustan líti málið mjög alvarlegum augum og telji að hin handteknu hafi ætlað sér og haft getu til að fremja hryðjuverk í Danmörku. Segir PET einnig að enn steðji mikil hryðjuverkaógn að landinu.

Þýskir fjölmiðlar segja að hin grunuðu tengist hugsanlega hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið. Der Spiegel segir að lögreglan hafi fundið Kóran hjá bræðrunum, þar sem búið var að undirstrika texta kafla sem snýst um baráttuna gegn „hinum vantrúuðu“. Blaðið segir að ekki liggi fyrir hvert skotmarkið hafi verið en það hafi verið kaup hópsins á efnum, á netinu, á borð við brennistein sem hafi komið lögreglunni á sporið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð

Réttarhöld hafin yfir manni sem sviðsetti eigið andlát – Átti sér skuggalega fortíð