fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Stórsigur Brady og félaga í Ofurskálinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 04:57

Tom Brady. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers áttu ekki í neinum vandræðum með lið Kansas City Chiefs í Ofurskálinni í nótt að íslenskum tíma. Leikurinn endaði 31-9 fyrir Tampa Bay sem eru því sigurvegarar NFL deildarinnar.

Eins og svo oft áður var Brady í aðalhlutverki en þessi 43 ára liðsstjóri lék sinn tíunda Ofurskálarleik og leiddi lið sitt til sigurs. Þetta var í sjöunda sinn sem hann er í sigurliði Ofurskálarinnar og í fjórða sinn sem Rob Gronkowski, 31 árs liðsfélagi hans, var með honum í sigurliði.

25.000 áhorfendur voru á leiknum sem fór fram á Raymond James Stadium í Tampa. 7.500 af þeim voru heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur verið bólusett við kórónuveirunni, sem var boðið sérstaklega á leikinn. Í leikhléinu var það The Weeknd sem sá um að skemmta áhorfendum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali