fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Bóluefnafrystir bilaði og 1.600 skammtar voru í hættu – Mörg hundruð manns mættu í von um að fá bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 07:05

Löng röð myndaðist við sjúkrahúsið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudags má segja að öngþveiti hafi ríkt við UW Medical Center sjúkrahúsið í Seattle í Bandaríkjunum. Frystir, sem bóluefni gegn kórónuveirunni er geymt í, bilaði þá og var hætta á að 1.600 skammtar af bóluefni myndu eyðileggjast. Þá hófst kapphlaup við tímann.

Mörg hundruð manns fréttu af þessu og mættu á staðinn í þeirri von að fá bólusetningu. Bóluefni frá Moderna var geymt í frystinum. Um leið og kom í ljós að hann var bilaður var kallað á heilbrigðisstarfsfólk, slökkviliðsmenn og fleiri til að fá bólusetningu svo bóluefnið færi ekki til spillis en það verður ónýtt ef það er ekki geymt við nægilega mikið frost.

„Ég fékk að vita að frystirinn væri bilaður klukkan níu á fimmtudagskvöldið og var spurð hvort ég gæti hjálpað til við að bólusetja fólk áður en skammtarnir eyðilegðust,“ sagði Jenny Bracket í samtali við Seattle Times. Hún starfar á sjúkrahúsinu og var meðal þeirra sem unnu alla nóttina við að bólusetja fólk. Verkefni hennar fólst í að finna fólk í röðinni, fyrir utan sjúkrahúsið, sem átti að fá sprautu. Þar var fólk, 65 ára og eldra, valið úr til að fá sprautu en margir yngri urðu að snúa vonsviknir frá.

Cassie Sauer, framkvæmdastjóri opinberra sjúkrahúsa í Seattle, sagði að frystirinn hafi bilað á versta tíma en strax hafi verið ákveðið að koma öllu bóluefninu strax í notkun. Hún sagði jafnframt að tryggt verði að þeir sem fengu sprautu þessa nótt fái skammt númer tvö á tilsettum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá