fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Pressan

Ný kenning – Þennan dag verður Trump forseti á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 09:00

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörðustu stuðningsmenn Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hafa ekki og vilja ekki gefa upp alla von um að hann verði aftur forseti og draumur þeirra rætist þar með. Nú gengur ný kenning þeirra á milli um hvaða daga Trump verður forseti á nýjan leik. Það er þann 4. mars næstkomandi.

„Bara róleg. Okkar maður verður aftur settur í embætti sem réttmætur forseti okkar 4. mars,“ þetta skrifaði einn stuðningsmanna hans á TikTok sem er einn fárra samfélagsmiðla sem hafa ekki enn lokað á Trump.

Það er löngu ljóst að Joe Biden sigraði í forsetakosningunum í nóvember og hann var settur í embætti 20. janúar en milljónir stuðningsmanna Trump og margir Repúblikanar neita enn að viðurkenna að Trump hafi tapað. Af þessum sökum heldur aðdáendaklúbbur hans sífellt áfram að setja fram dagsetningar og kenningar um væntanlega endurkomu hans í Hvíta húsið.

Að mati hörðustu stuðningsmanna Trump þá er hann „réttmætur sigurvegari“ kosninganna og telja þeir að rangt hafi verið haft við í mörgum ríkjum. Eitthvað sem Trump hefur margoft haldið fram án þess þó að geta lagt fram sannanir máli sínu til stuðnings. Árásinni á þinghúsið í Washington D.C. þann 6. janúar var ætlað að koma í veg fyrir að Joe Biden og stjórn hans gætu tekið við völdum. En vonir stuðningsmanna Trump um að hann geti áfram setið í Hvíta húsinu hafa brostið hver á fætur annarri.

En nú hafa vonir kviknað að nýju í brjóstum sumra vegna hinnar svokölluðu „4. mars kenningar“ sem er auðvitað samsæriskenning ættuð frá hörðum stuðningsmönnum Trump. Hún gengur út á að ríkisstjórn Biden sé ekki enn tekin opinberlega við völdum og því til stuðnings er nefnt að forsetatilskipanir, sem hann hefur skrifað undir frá embættistöku sinni, hafi ekki enn verið birtar opinberlega á vefsíðunni federalregister.gov. Þetta segja öfgahópar á borð við QAnon og Proud Boys vera merki til stuðningsmanna Trump um að enn sé von.

Rolling Stone tímaritið segir að það heyri til þessarar kenningar að 1871 hafi lög verið samþykkt sem að sögn gerðu Bandaríkin að fyrirtæki í stað lýðveldis. Af þessum sökum séu „bandarískir föðurlandsvinir“ ekki undir nein lög, sem samþykkt hafa verið eftir 1871, settir.

Hugmyndin á bak við dagsetninguna 4. mars er sótt í að fram til 1933 tók nýkjörinn forseti við embætti þann 4. mars. Þá var viðauki við stjórnarskrána samþykktur og dagsetningin færð til 20. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart

Þoldi ekki „skítalyktina“ af kannabisreykingum nágrannans og fór í hart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“

Reiðilestur uppgjafahermanns vekur athygli – „Ég vissi alltaf að það yrðu fjandans dekurdýrin sem myndu fella þjóð okkar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi

Morðið sem hneykslaði Frakka: Óhugnanlegar lýsingar komu fram fyrir dómi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt