fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Ætli þetta sé besta starf í heimi? Tekið við umsóknum þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert gefin(n) fyrir sætindi og þá sérstaklega súkkulaði þá getur hugsast að heimsins besta starf sé laust fyrir þig. Tekið er við umsóknum til og með 28. febrúar næstkomandi.

Það er danska fyrirtækið Simply Chocolate auglýsir eftir súkkulaðismakkara til starfa.

„Við borðum súkkulaði daglega og bragðlaukarnir okkar þekkja Simply Chocolate súkkulaðið betur en nokkuð annað. Þess vegna þurfum við á nokkrum óhlutdrægum bragðlaukum til að smakka og storka súkkulaðinu okkar,“ segir í auglýsingu fyrirtækisins. „Öllum finnst súkkulaði gott. Þú mátt gjarnan eiga þér uppáhaldssúkkulaði, bæði merki og bragð, en það er mikilvægt að þú viljir smakka hvítt, dökkt og mjólkursúkkulaði,“ segir einnig í auglýsingunni. Grænkerar geta einnig sótt um en þurfa að taka það fram í umsókn sinni að þeir séu grænkerar.

Þeir sem verða fyrir valinu verða hluti af „bragðteymi“ Simply Chocolate en í því eru sex manns. Teymið kemur saman einu sinni á ári til að smakka og ræða um súkkulaði. Gallinn við starfið er að engin laun eru í boði (nema ánægjan) en fyrirtækið greiðir allan útlagðan kostnað í tengslum við það.

Það er hægt að senda umsóknir á netfangið: smag@simplychocolate.dk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni