fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Það eru hugsanlega færri vetrarbrautir í alheiminum en við héldum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 19:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir, sem voru gerðar með Hubble-geimsjónaukanum, bentu til að í alheiminum væru 2 billjónir vetrarbrauta en nýjar rannsóknir benda til að þær séu aðeins nokkur hundruð milljarðar.

Þegar að New Horizons geimfar NASA hafði flogið fram hjá Plútó og Arrokoth í jaðri sólkerfisins okkar, í 6,4 milljarða km fjarlægð frá jörðinni, 2015 og 2019 horfði það út í óravíddir svarts geimsins. Geimfarið var svo langt í burtu að skýin sem það sá voru 10 sinnum dekkri en skýin sem Hubble sá.

Fyrri rannsóknir á fjölda vetrarbrauta voru byggðar á því að stjörnufræðingar töldu þær vetrarbrautir sem voru sjáanlegar með Hubble og margfölduðu þær síðan með fjölda svæða á himninum. En með þessari aðferð eru vetrarbrautir, sem ekki sjást, teknar með.

Geimurinn virðist vera svartur og risastór en það er raunar smá birta í honum sem er bjarmi frá stjörnum og vetrarbrautum.

Til að áætla fjölda vetrarbrauta er best að komast út út innri hluta sólkerfisins okkar til að losna undan áhrifum birtunnar sem hér er og það er einmitt það sem New Horizons gerði.

Rannsóknin hefur verið samþykkt til birtingar í The Astrophysical Journal en hún var kynnt á ársþingi bandaríska stjörnufræðingafélagsins í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol