fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Bandarísk stjórnvöld opinbera allar upplýsingar um fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innan 180 daga verða bandarískar leyniþjónustustofnanir og herinn að gera opinber öll gögn er varða fljúgandi furðuhluti og annað sem hugsanlega gæti tengst vitsmunaverum frá öðrum plánetum. Kveðið er á um þetta í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2021.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að varnarmálaráðuneytið og leyniþjónustur landsins eigi að birta skýrslu, sem engin leynd má hvíla yfir, um allt það er varðar fljúgandi furðuhluti og annað er gæti hugsanlega tengst vitsmunaverum frá öðrum plánetum. Þó er kveðið á um að það megi fjalla um sérstaklega viðkvæmt efni í leynilegum kafla í skýrslunni og verður sá kafli ekki aðgengilegur almenningi.

Áhugafólk um fljúgandi furðuhluti getur því farið að hlakka til að lesa nákvæmar greiningar frá hernum og alríkislögreglunni FBI um mál þar sem fljúgandi furðuhlutir koma við sögu. Einnig verður sérstakur embættismaður tilnefndur til að sjá um ferlið í kringum skýrslugerðina og birtingu hennar. í skýrslunni á einnig að koma fram hvort ógn stafi af fljúgandi furðuhlutum og hvort hugsanlegt sé að óvinaríki Bandaríkjanna standi á bak við fljúgandi furðuhluti.

Í apríl á síðasta ári birti varnarmálaráðuneytið þrjú myndbönd frá 2004 og 2005 sem sýna fljúgandi furðuhluti. Á stuttum myndskeiðunum, sem voru tekin upp með innrauðu ljósi, sjást hlutir þjóta mjög hratt um loftið, hraðar en mögulegt er miðað við þá tækni sem við búum yfir í dag. Einnig heyrast viðbrögð flugmanna orustuþotnanna, sem tóku myndböndin upp, við þessu.

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

 

 

 

 

 

 

Í ágúst ákvað varnarmálaráðuneytið að stofna sérstakt teymi sem á að rannsaka myndböndin þrjú. Niðurstaða þeirrar rannsóknar verður væntanlega hluti af skýrslunni sem verður birt innan sex mánaða.

Þingmenn og varnarmálaráðuneytið hafa lengi haft áhyggjur af fljúgandi furðuhlutum þar sem ekki hefur tekist að finna skýringar á hvað er um að ræða. Slíkir hlutir hafa til dæmis flogið nærri herstöðvum. Af þessum sökum ákvað leyniþjónustunefnd öldungadeildarinnar að krefjast opinberrar skýrslu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks