fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Twitter lokar 70.000 aðgöngum sem hafa deilt QAnon-samsæriskenningum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 07:58

15% Bandaríkjamanna trúa samsæriskenningum QAnon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að uppgjörinu við dreifingu lyga, samsæriskenninga og rangra upplýsinga með því að loka aðgöngum sem hafa verið notaðir í þessu skyni. Frá því á föstudaginn hefur miðillinn lokað rúmlega 70.000 aðgöngum sem hafa aðallega verið notaðir til að dreifa samsæriskenningum og öðru efni frá samsæriskenningahreyfingunni QAnon.

Gripið var til þessara aðgerða í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið í síðustu viku. Þar voru margir af leiðtogum QAnon í áberandi hlutverkum.  „Þessir aðgangar voru helgaðir því að deila hættulegu efni tengdu QAnon í miklum mæli,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Twitter.

Stuðningsfólk QAnon hefur notað samfélagsmiðla í miklum mæli til að breiða út samsæriskenningar. Meðal annars um að Donald Trump berjist leynilega gegn alþjóðlegu neti barnaníðinga. Í hópi þessara barnaníðinga eru að sögn QAnon margir áhrifamenn í Demókrataflokknum og Hollywoodstjörnur.

Twitter tilkynnti á föstudaginn að lokað verði á aðganga sem deila efni frá QAnon. Miðillinn hefur einnig lokað á marga áberandi aðila á hægri væng bandarískra stjórnmála sem hafa kynt undir samsæriskenningum og kenningum QAnon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi