fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 19:00

Yfirleitt lifa tegundirnar í sátt og samlyndi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt að átta górillur í San Diego Zoo Safari Park eru væntanlega smitaðar af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þrjár þeirra hafa hóstað og sýnt merki þess að vera smitaðar. Þetta er í fyrsta sinn, svo vitað sé, sem smit berst í þessa tegund mannapa að sögn talsmanna dýragarðsins.

Talið er að aparnir hafi smitast af starfsmanni sem var með veiruna en var einkennalaus. Rannsóknir á saur apanna hafa sýnt að einn þeirra er örugglega smitaður. Þrír hafa sýnt sjúkdómseinkenni og talið er að allir átta séu smitaðir.

„Górillur lifa saman í hóp í dýragörðum og í náttúrunni og við verðum að reikna með, eins og við gerum við fjölskyldur fólks, að allir í fjölskyldunni séu smitaðir,“ segir í tilkynningu frá dýragarðinum. Einnig segir í henni að engin af górillunum virðist vera alvarlega veik og að reiknað sé með að þær nái sér allar að fullu.

Ekki er vitað hvaða sjúkdómseinkenni munu gera vart við sig hjá þeim eða hvaða áhrif veiran mun hafa á þær. Áður hafa ljón og tígrisdýr í dýragarði í New York greinst með veiruna og í Barcelona greindust fjögur ljón með hana.  Veiran hefur einnig borist í ketti og hunda og minka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks