fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Brúðkaupinu aflýst eftir dramatískar vikur – Kynlífshneyksli stjörnunnar er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 22:03

Mitchell Pearce á vellinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að síðustu vikur hafi verið dramatískar og afdrifaríkar fyrir ástralska ruðningsleikmanninn Mitchell Pearce sem leikur með Newcastle Knights. Kynlífshneyksli hafði alvarlegar afleiðingar fyrir hann sem íþróttamann en einnig í einkalífinu því hann neyddist til að aflýsa brúðkaupinu sínu á síðustu stundu.

News.com.au skýrir frá þessu. Hremmingar Pearce hófust þegar skýrt var frá því að hann hefði sent fjölda óviðeigandi skilaboða, skilaboð með kynferðislegu innihaldi, til ungrar konu sem starfar hjá Newcastle Knights.

Eftir einn leik liðsins stillti Pearce sér upp fyrir framan fjölmiðlamenn og las upp yfirlýsingu en svaraði engum spurningum. Í yfirlýsingunni sagði hann aðeins að síðustu vikur hefðu verið dramatískar fyrir hann og einkalíf hans og þá sem hann elskar.

Hann neyddist síðan til að aflýsa brúðkaupi sínu og unnustunnar Kristin Scott en 150 ættingjum og vinum hafði verið boðið í það. Þegar fréttir bárust af því að brúðkaupinu hefði verið aflýst sagði Pearce fréttamönnum í fyrstu að ástæðan væri heimsfaraldur kórónuveirunnar en síðan kom sannleikurinn í ljós.

„Því miður hefur það sem ég gerði haft áhrif á liðið og ekki síður á þá sem standa mér næst, Kristin og fjölskylda mín,“ sagði Pearce þá.

Hann hefur nú skilað inn fyrirliðabandinu hjá liði sínu en hann hefur leikið með því síðan 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“