fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Arabískusletta Bidens í kappræðunum vekur athygli – „Hvenær, Inshallah?“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 30. september 2020 17:57

Joe Biden var einbeittur. Mynd: EPA-EFE/Morry Gash / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir múslimar hafa hrósað Demókratanum Joe Biden hástert á samfélagsmiðlum eftir notkun Bidens á arabískuslettunni „inshallah“ í kappræðum gærkvöldsins. Í kappræðunum tókust á Biden og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Eins og DV sagði frá í fyrradag birti New York Times hluta úr alríkisframtölum Trump síðustu ára. Kom þá í ljós að hann hafi greitt lítið sem ekki neitt í skatta til alríkisins. Trump var spurður út í frétt New York Times og sagði hann hana uppspuna frá rótum og að hann hafi greitt milljónir dollara í skatta.

Biden greip þá tækifærið og spurði Trump hvenær hann hygðist birta framtölin sjálfur. Trump svaraði þá að það kæmi að því. Biden greip þá orðið „Hvenær, inshallah?“

Á arabísku er inshallah þrjú orð samsett: In-sha-Allah. Saman þýða þau „ef guð leyfir.“ Orðið er hins vegar notað á mun frjálslegri máta í daglegu tali. Til dæmis grípa foreldrar til orðsins er þau þurfa að svara bónum barna sinna á svipaðan hátt og Íslendingar myndu segja „sjáum til.“ Allir sem áður voru börn en eiga nú sín eigin vita vel hvað það þýðir.

Fulltrúar framboðs Biden staðfestu seinna við fréttastofuna NPR að hann hafi í raun og veru notað orðið. Það var ekki bara að Biden hafi notað orðið, heldur að hann hafi notað það á einmitt þann hátt sem arabískumælandi fólk notar það í daglegum óformlegum samskiptum milli sín, sem vakti athygli.

Þó voru þeir sem gagnrýndu notkun Bidens á orðinu og sögðu notkunina fela í sér yfirgangssemi og ótillitssemi.

Eftir stendur að notkunin vakti talsverða athygli á frammistöðu Bidens og hélt umræðu um skattframtöl Trumps á lífi. Besta niðurstaða sem Trump hefði getað hugsað sér úr kappræðum gærkvöldsins var að eyða umræðunni um skattframtölin. Niðurstaðan varð allt önnur.

Trump hélt áfram í dag að kalla umfjöllun New York Times, á móðurmálinu, „fake news,“ og vísar áfram til gömlu tuggunnar um að hann muni birta framtölin þegar „hann megi það,“ en bandarísk skattyfirvöld eru nú með skattamálin hans Trumps til yfirferðar hjá sér [e. audit]. Hefur Trump haldið því fram að sú yfirferð bindi hendur hans er varðar birtingu framtalanna. Ríkisskattstjóri Bandaríkjanna hefur áður sagt opinberlega að svo sé ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn