fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýr leiðtogi Íslamska ríkisins sagður hafa skýrt Bandaríkjamönnum frá nöfnum hryðjuverkamanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 21:05

Al-Mawla er eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum dögum eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið, var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í október á síðasta ári var arftaki hans kynntur til sögunnar. Það er Írakinn Abu Ibrahim al-Hashimi al-Quraishi.

Margir sérfræðingar settu spurningamerki við nafnið og sögðu hann vera algjörlega óþekktan. Þetta er ekki raunverulegt nafn leiðtogans heldur dulnefni Amir Mohammed Said Abd al-Rahman al-Mawla.

Í mars settu Bandaríkin Mawla á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn og heita 10 milljónum dollara fyrir upplýsingar sem leiða til þess að hann finnist.

Í septemberútgáfu CTC Sentinel, sem er gefið út af herforingjaskólanum West Point, koma fram nýjar upplýsingar um Mawla. Fram kemur að hann hafi verið fangi Bandaríkjamanna í Camp Buca fangelsinu í Írak 2004. Þar er hann sagður hafa kynnst forvera sínum. Hann er einnig sagður hafa verið fangi Bandaríkjamanna 2008.  Hann er þá sagður hafa starfað með þeim og veitt þeim upplýsingar um 88 liðsmenn Íslamska ríkisins og al-Kaída.

Hann er sagður hafa veitt upplýsingar um mannrán, morð og árásir á heri bandamanna sem þessir 88 tóku þátt í. Ekki er talið útilokað upplýsingarnar frá honum hafi orðið til þess að sumir þeirra voru drepnir og að aðrir hafi verið handteknir og séu jafnvel enn í haldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“