fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 21. september 2020 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Twitter er nú harðlega gagnrýndur fyrir meintan rasisma en algórithmi sem miðillinn notar til að framkalla sýnishorn af myndum sem á miðlinum hafa verið deilt virðist kjósa að sýna frekar hvíta einstaklinga heldur en svarta.

Nokkrir tístarar hafa bent á þetta vandamál undanfarna daga.

Toni Arcieri vakti athygli á tilraun sem hann gerði á Twitter. „Ég er að gera hryllilega tilraun. Hvort mun Twitter algórithminn velja : Mitch McConnell eða Barack Obama?“

McConnell er forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings og er hvítur en Barack Obama er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og er svartur.

Eins og sést hér að ofan valdi Twitter McConnell frekar en Obama og skipti þá engu hvor þeirra var í efri mynd eða neðri.

Einhverjir bentu þá Tony á að það gæti verið bindið sem gerði útslagið. „Það er rauða bindið. Greinilega er algórithminn hrifnari af rauðum bindum. Látum okkur nú sjá..“

Bindið skipti engu

Greinilega skipti bindið ekki máli. Enn varð McConnell fyrir valinu. Er Tony prufaði þó að umsnúa litum myndanna – þá valdi algórithminn þá mynd sem var neðar, enda var þá litamunurinn á þeim McConnell og Obama ekki eins áberandi.

Annar notandi, Jack Philipsson, prufaði svo að hafa fleiri myndir af Obama en McConnell – en það skipti engu.

Zoom afhöfðar 

Twitter er ekki eini vettvangurinn sem glímir við þetta vandamál, annar notandi á Twitter benti á að kollegi hans, sem er svartur, hafi ítrekað lent í því að fundaforritið Zoom neiti að sýna andlit hans.

„Starfsmaður er búinn að vera að spyrja mig hvernig hann geti fengið Zoom til að hætta að afhausa hann þegar hann notar stafrænan bakgrunn. Við stungum upp á hefðbundna bakgrunninum og góðri lýsiningu, en það breytti engu. Ég var á fund með honum í dag þegar ég gerði mér grein fyrir því hvers vegna þetta gerðist. Getið þið giskað á hvað?“

Þetta á heldur ekki bara við um mannfólk heldur einnig teikninmyndir.

Málið verður skoðað

Starfsmaður úr samskiptateymi Twitter tísti um helgina að fyrirtækið væri búið að prófa algórithmann og að við prófun hafi ekki fundist neitt sem benti til undirliggjandi rasisma.

„Ég vil þakka öllum fyrir sem vöktu athygli á þessu. Við höfum prófað kerfið fyrir rasisma og gerðum það áður en við hófum notkun á því en fundum engin merki um mismunun á grundvalli kyns eða kynþáttar. En það er ljóst af þessu að við þurfum að ráðast í frekari greiningarvinnu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði