fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Twitter vill ekki Obama – „Ég er að gera hryllilega tilraun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 21. september 2020 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Twitter er nú harðlega gagnrýndur fyrir meintan rasisma en algórithmi sem miðillinn notar til að framkalla sýnishorn af myndum sem á miðlinum hafa verið deilt virðist kjósa að sýna frekar hvíta einstaklinga heldur en svarta.

Nokkrir tístarar hafa bent á þetta vandamál undanfarna daga.

Toni Arcieri vakti athygli á tilraun sem hann gerði á Twitter. „Ég er að gera hryllilega tilraun. Hvort mun Twitter algórithminn velja : Mitch McConnell eða Barack Obama?“

McConnell er forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings og er hvítur en Barack Obama er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og er svartur.

Eins og sést hér að ofan valdi Twitter McConnell frekar en Obama og skipti þá engu hvor þeirra var í efri mynd eða neðri.

Einhverjir bentu þá Tony á að það gæti verið bindið sem gerði útslagið. „Það er rauða bindið. Greinilega er algórithminn hrifnari af rauðum bindum. Látum okkur nú sjá..“

Bindið skipti engu

Greinilega skipti bindið ekki máli. Enn varð McConnell fyrir valinu. Er Tony prufaði þó að umsnúa litum myndanna – þá valdi algórithminn þá mynd sem var neðar, enda var þá litamunurinn á þeim McConnell og Obama ekki eins áberandi.

Annar notandi, Jack Philipsson, prufaði svo að hafa fleiri myndir af Obama en McConnell – en það skipti engu.

Zoom afhöfðar 

Twitter er ekki eini vettvangurinn sem glímir við þetta vandamál, annar notandi á Twitter benti á að kollegi hans, sem er svartur, hafi ítrekað lent í því að fundaforritið Zoom neiti að sýna andlit hans.

„Starfsmaður er búinn að vera að spyrja mig hvernig hann geti fengið Zoom til að hætta að afhausa hann þegar hann notar stafrænan bakgrunn. Við stungum upp á hefðbundna bakgrunninum og góðri lýsiningu, en það breytti engu. Ég var á fund með honum í dag þegar ég gerði mér grein fyrir því hvers vegna þetta gerðist. Getið þið giskað á hvað?“

Þetta á heldur ekki bara við um mannfólk heldur einnig teikninmyndir.

Málið verður skoðað

Starfsmaður úr samskiptateymi Twitter tísti um helgina að fyrirtækið væri búið að prófa algórithmann og að við prófun hafi ekki fundist neitt sem benti til undirliggjandi rasisma.

„Ég vil þakka öllum fyrir sem vöktu athygli á þessu. Við höfum prófað kerfið fyrir rasisma og gerðum það áður en við hófum notkun á því en fundum engin merki um mismunun á grundvalli kyns eða kynþáttar. En það er ljóst af þessu að við þurfum að ráðast í frekari greiningarvinnu“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum