fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kona handtekin grunuð um að hafa sent Donald Trump eitur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. september 2020 05:13

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona, sem er grunuð um að hafa sent Donald Trump, Bandaríkjaforseta, bréf sem innihélt eitrið rísin var handtekin á landamærunum við Kanada í gær að sögn bandarískra embættismanna. Hún reyndi þá að komast frá Kanada inn í New York ríki.

Sky segir að ekki hafi verið skýrt frá nafni hennar en hún verði væntanlega ákærð af bandarískum saksóknurum.

Bréfið var stílað á Trump en starfsmenn alríkislögreglunnar FBI hófu rannsókn á sendingunni eftir að bréfið var opnað í sérstakri póstmiðstöð Hvíta hússins þar sem allur póstur til forsetans og Hvíta hússins er rannsakaður áður en hann er fluttur í Hvíta húsið.

Kanadíska lögreglan sagði að svo virðist sem bréfið hafi verið sent frá Kanada.

Rísin er náttúrulegt eitur sem getur orðið fólki að bana. Magn á borð við títuprjónshaus getur drepið fullorðna manneskju á 36 til 72 klukkustundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol