fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Svíþjóð – Manni rænt og reynt að saga líkamshluta af honum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 07:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á sunnudaginn þvinguðu þrír eða fjórir grímuklæddir menn 38 ára karlmann upp í bíl í Helsingborg í Svíþjóð. Næstu klukkustundir misþyrmdu þeir honum í bílnum og enduðu á að henda honum út úr bílnum á afskekktum stað á Skáni. Hann náði sjálfur að hafa samband við lögregluna.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að mannræningjarnir hafi reynt að aflima manninn.

Maðurinn hefur aldrei komið við sögu lögreglunnar sem hefur enga hugmynd, frekar en hann sjálfur, af hverju honum var rænt og hann pyntaður.

„Miðað við hegðun hans er það ráðgáta af hverju hann lenti í þessu. Það er ráðgáta fyrir okkur og hann. En hugsanlega er eitthvað sem hann segir okkur ekki,“

sagði talsmaður lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt