fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Villtum dýrum hefur fækkað um 68% frá 1970

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 18:00

Fílum hefur fækkað. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum WWF segir að villt spendýr, fuglar og fiskar hverfi af yfirborði jarðar á áður óþekktum hraða. Frá 1970 hefur þróunin aðeins verið í eina átt hvað varðar stofnstærð villtra dýra og það er niður á við.

Skýrslan, „Living Planet Report 2020“ var birt aðfaranótt fimmtudags. Í henni kemur fram að stofnar villtra spendýra, skriðdýra, skordýra, fiska og fugla hafa að meðaltali minnkað um 68% frá 1970.

Í skýrslunni kemur fram að heimurinn hafi breyst mikið á undanförnum 50 árum með auknum alþjóðaviðskiptum, neyslu og fólksfjölgunar auk þess sem fólk býr þéttar en áður vegna flutnings af landsbyggðinni í borgir og bæi.

Af þessum sökum breytum við náttúrunni hraðar en nokkru sinni áður segir í skýrslunni.

Skýrslan er byggð á stofnmælingum á tæplega 21.000 dýrategundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Í gær

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf