fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Bólivía kærir Evo Morales til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 18:15

Evo Morales. Mynd:EPA-EFE/Juan Ignacio Roncoroni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari Bólivíu hefur kært Evo Morales, fyrrum forseta landsins, til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag (ICC) fyrir brot gegn mannkyni. Í ágúst hvatti Morales stuðningsmenn sína til að loka vegum en það kom í veg fyrir dreifingu matvæla og  að læknar og lækningabúnaður gæti komist á milli staða segir í tilkynningu frá ríkissaksóknaranum.

Stuðningsmenn Morales hafa mótmælt því að kosningum í landinu hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ríkissaksóknari segir að vegatálmar stuðningsmannanna hafi valdið því að minnst 40 sjúklingar hafi látið lífið. Af þessum sökum sé nauðsynlegt að ICC skoði málið ofan í kjölinn.

Morales er þess utan ákærður fyrir hryðjuverk í Bólivíu. Hann var forseti í landinu í 13 ár. Eftir ásakanir um kosningasvindl í október 2019 fór hann í útlegð til Mexíkó og síðan til Argentínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum