fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hamingjustundin breyttist í hrylling á sekúndubroti – Sjáðu myndbandið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 05:45

Israa Seblani. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líbanska brúðurinn Israa Seblani gleymir brúðkaupsmyndbandinu sínu varla í bráð og líklega aldrei. En ekki af sömu ástæðu og fólk man yfirleitt eftir slíkum myndböndum og myndatökum.  Á þriðjudaginn stillti hún sér upp á götu úti í Beirút í Líbanon þar sem myndbandið var tekið upp. En á sekúndubroti breyttist hamingjustundin í algjöran hrylling.

Gríðarleg sprenging skók borgina en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá létust að minnsta kosti 135 manns í sprengingunni og um 5.000 slösuðust. Eyðileggingin er gríðarleg og um 300.000 manns eru heimilislausir.

Seblani og brúðguminn ræddu við Reuters eftir að myndbandið fór á flug á netinu.

„Ég var búin að undirbúa mig undir stóra daginn minn í tvær vikur og eins og allar aðrar konur var ég mjög glöð. Ég var að fara að giftast, foreldrar mínir áttu að sjá mig í hvíta kjólnum og ég vildi líkjast prinsessu. Það eru engin orð sem geta lýst hvað gerðist í tengslum við sprenginguna. Ég var í miklu áfalli og skildi ekki hvað hafði gerst. Átti ég deyja?“

Sagði Seblani sem sagðist ekki muna mikið eftir atburðinum. Brúðhjónin höfðu ætlað að setjast að í Líbanon en íhuga nú að flytja til  Bandaríkjanna en Seblani er með bandarískan ríkisborgararétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn