fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Nýfundinn demantur gæti verið allt að 2,5 milljarða króna virði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. ágúst 2020 18:00

Engin smásmíði þessi. Mynd:Gem Diamonds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Námumaður í Lesótó í Afríku fann nýlega einn stærsta demantinn sem fundist hefur. Talið er að verðmæti hans geti verið sem nemur allt að 2,5 milljörðum íslenskra króna. Demanturinn fannst í Letsengnámunni en þar hafa margir verðmætir demantar fundist í gegnum tíðina.

Bloomberg skýrir frá þessu. Námumaðurinn, sem fann demantinn, starfar hjá Gem Diamonds Ltd. sem á um 70% hlut í námunni. Fyrirtækið telur að demanturinn sé 442 karöt. Sérfræðingur hjá BMO Capital Markets telur að hægt verði að selja hann fyrir 18 milljónir dollara en það svarar til um 2,5 milljarða íslenskra króna.

Demantar, sem finnast í Letsengnámunni, eru með hæsta meðalsöluverðið í heiminum. Fyrir tveimur árum síðan fann Gem Diamonds Ltd. 910 karata demant þar en hann var á stærð við tvær golfkúlur. Hann seldist fyrir sem nemur um sex milljörðum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“