fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Unglingur brenndur lifandi – Síðustu orð hans komu upp um morðingjann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 21:55

Winston Ortiz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Winston Ortiz, 18 ára, stunginn í bringuna og síðan var kveikt í honum. Þetta gerðist í Bronx í New York. En rétt áður en hann tók síðasta andardráttinn náði hann að segja lögreglumönnum hver var að verki.

Það var Adones Betances, 22 ára, en þeir þekktust. Betances er bróðir 14 ára stúlku sem var unnusta Oritz. New York Post skýrir frá þessu. Blaðið segir að Betances hafi verið ósáttur við aldursmuninn á parinu en það sleit sambandinu daginn sem Ortiz var myrtur. Í kjölfarið féllst Ortiz á að hitta Betances.

Þeir hittust á fimmtu hæð byggingar sem er nærri heimilum beggja. Betances kom þangað 10 mínútum á undan Ortiz.

En hvað gerðist frá því að Ortiz kom og þar til nágrannarnir heyrðu skyndileg öskur og urðu elds varir er ekki vitað. Þegar lögreglan kom á vettvang lá Ortiz með alvarlega áverka og illa brunninn. Hann náði þó að segja nafn Betances áður en hann lést. Hann hafði verið stunginn tvisvar í bakið og einu sinni í bringuna. Því næst var bensíni hellt yfir hann og eldur borinn að honum. 90% líkamans brunnu.

Betances hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og getur ekki losnað gegn greiðslu tryggingar. Hann á allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér ef hann verður fundinn sekur um morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi