fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Lögreglumaður hafði upp á manninum sem skaut hann fyrir 49 árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 21:30

Luis Archuleta og Daril Cinquanta. Mynd:Lögreglan í Denver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Luis Archuleta, 77 ára, handtekinn í Espanola í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Fyrir 49 árum síðan skaut hann Daril Cinquanta, lögreglumann, í magann í Denver í Colorado. Archuleta skaut Cinquanta þegar hann stöðvaði akstur hans til að skoða skilríki hans. Til átaka kom og Archuleta skaut lögreglumanninn.

Tveimur árum síðar, 1973, var Archuleta fundinn sekur um árás á lögreglumann með banvænu vopni og dæmdur í fangelsi. Honum tókst að flýja 1974. Handtökuskipun var gefin út 1977 en hann fannst aldrei. Handtökuskipunin rann úr gildi 2018.

Cinquanta hætti aldrei að rannsaka málið og hringdi ófá símtöl og barði á ófáar dyr til að reyna að hafa uppi á Archuleta. Honum barst nýlega símtal frá ónafngreindum heimildarmanni sem sagði:

„Ég hef hugsað um þetta og ég ætla að segja þér hvar maðurinn, sem skaut þig, er.“

Sagði Cinquanta í samtali við KUSA-TV.

Í framhaldinu var handtökuskipun á hendur Archuleta gefin út og fann lögreglan hann þar sem hann bjó um 30 km frá Sante Fe undir nafninu Ramon Montoya en það nafn hefur hann notað síðustu 40 ár. Hann verður nú fluttur í fangelsi í Colorado og vonast Cinquanta til að hitta hann þar.

„Ég myndi vilja setjast niður með honum og tala við hann. Hann vill kannski tala við mig eða kannski ekki. Hver veit?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu