fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Læknir – „Mér finnst ég berjast í tveimur orustum: Gegn COVID-19 og gegn heimsku“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 05:45

Joseph Varon. Skjáskot/Khou.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur lagst illa á Texas og þar fer smitum stöðugt fjölgandi sem og dauðsföllum. En þrátt fyrir þetta sér heilbrigðisstarfsfólk enn fólk á ferð sem ekki notar andlitsgrímur og stundar ekki félagsforðun.

Þetta fer í taugarnar á Joseph Varon yfirlækni á Houston United Memoerial Mediacl Center sjúkrahúsnu í Houston. Þar reynir hann ásamt samstarfsfólki að hjálpa þeim sem smitast af kórónuveirunni en það er bara skammvinnur frestur ef íbúar borgarinnar breyta ekki hegðun sinni segir hann.

„Mér finnst ég berjast í tveimur orustum: Gegn COVID-19 og gegn heimsku. Ég á möguleika á að sigra í þeirri fyrri. En sú síðari verður sífellt erfiðari.“

Sagði hann í samtali við Reuters.

Varon er sérfræðingur í lungnasjúkdómum og sinnir aðallega sjúklingum sem eru í lífshættu. Hann segir að innlögnum vegna COVID-19 fjölgi sífellt. Margir þurfi aðstoð öndunarvéla.

„Það pirrar mig að við gerum okkar besta til að hjálpa þessu fólki og strax á eftir kemur enn fleira fólk inn sem gerir einmitt andstæðuna við það sem það á að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann

Fleygði rotnandi líki kærastans í ruslið – Lyktin kom upp um hann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi